Alveg eðal kelling

Wednesday, November 22, 2006

Í morgun hélt ég fyrirlestur og það er svo svakalega veðbjoðslega að vera búin og geta snúið sér að ritgerðum í öllum sínum dásamleik. Mig langar að dansa dansa og dansa. Fyrirlesturinn minn hét Migrating Masculinity um Kerala karla sem vinna inni á heimilum ríkra í Róm. Þeir sem sagt kvengera karlmennsku sína.

Ég á svo mikið frítíma næstu daga og ég kann ekki að hætta að vinna. Pabbi, fæ ég þetta frá þér?

Frida i action ham

Mig langar ad deila med ykkur lokasetningu i fyrirlestri sem bekkjarsystir flytur a morgun:
One can not blame the caracter of international law but the nation-states that fail to implement them, as in their lack of democracy.

Sunday, November 19, 2006

Bylting!

Mér hefur alltaf þótt óþægilegt að vera í forréttindahóp. Ég er gagnkynhneigð, hvít, tilheyri engum skipulögðum trúarbrögðum og kem frá vestur-Evrópu. Ég legg til að fólk í minni stöði taki sig saman og:

ÆTTLEIÐI FYRIR SAMKYNHNEIGÐA

GANGI UM Í ALLSÞEKJANDI KLÆÐUM

SEGI UPP RÍKISBORGARARÉTTI SÍNUM

Saturday, November 18, 2006

Ha?

Leyfum vændi og kannabisefni en höfum dress code á konur! Holland er nú á toppnum yfir lönd með furðufugla stefnumótun.

Friday, November 17, 2006

Ég er á heimatilbúnum Sykurmolatónleikum. Búin að fá smjörþef af prófessjónal tónleikunum. Hit Meet Deus.

Thursday, November 16, 2006


Þreytt Þreyttari Þreyttust
Samviskubituð Samviskubitaðari Samviskubituðust

...ekki góð blanda...

Wednesday, November 15, 2006

Eg var nu eitthvad ad misskilja konseptid i gaer og serstaklega hverjir vaeru ad spila og svoleidis eins og til daemis var Dusty Springfield ekki ad spila (bara sma mis hja mer. tad hefdi samt an efa flokkast sem kraftaverk). Of svo het tetta ekki wall heldur hall. Bíttar ekki stáli. Tetta voru sem sagt tonlistarverdlaun. En James Brown var mega flottur og Bryan Wilson var alveg krutt kvoldsins og alveg laaaang flottastur. Bon Jovi var vaeladi horbjodur, Joss Stone gleymdi greyid ad fara i buxurnar sinar adur en hun for a svid og the artist formerly known as Prince er ekkert ad grinast med tru sina og vill held eg ad vid hugsum oll eins og hann hedan i fra.
Tetta var samt allt voda fyndid og ollum a ovorum maetti mordinginn Gordon Brown. Eg puadi af ollum lifs og salar kroftum a hann.
...eg mundi nu ekki fara a svona aftur to mer vaeri bodid to ad tetta hafi verid naegilega ahugavert fyrir eina kvoldstund.
Eg er treytt en aetla samt ad vinn af mer rassinn i dag. Sofa i kvold, ekki fyrr kona god!!! Eg vitna til danska vinar mins sem gat dansad fram a nott og vaknad til vinnu klukkan 6 komin yfir sextugt "hvis du kan ga i byen om aften kan du sto op om morgenen".

Tuesday, November 14, 2006

Mont/hræðsla

Ég er á leið á tónleika með James Brown, Bíonsí, Prince, og svei mér þá ef Mickel Jackson sé ekki að fara að vera þarna líka. Flestir áhorfendur verða þó þarna til að sjá hinn goðsagnakennda Bon Jovi. Ekki lítið hef ég gert grín af honum um æfina og ég trúi að áhangendur goðsins séu soldið svona költ. En það á allt eftir að koma í ljós eftir kvöldið og ég er spennt. Það er einhver ógurleg leynd yfir þessu öllu saman og gaurinn sem er að bjóða mér (sé sem sér um skipulagninguna) vill ekki/má ekki segja frá öllum sem spila og ekki þeim stæstu. Bara ef það er Madonna. Það er nú alveg líklegt að hún mæti á UK Wall of fame eða hvað sem þetta TV-gigg heitir.

Ég spurði Tim ferðafélaga hvort við ættum ekki að mæta í hvítri skyrtu, leðurbuxum og með hárkollur. Hann tók illa í það. Grey Arnar að þurfa að vinna:-/

Sunday, November 12, 2006

Ég segi ekki að hún taki þetta betur en þau en án efa á Silla að vinna þessa keppni...kjósið! Fáránlega vel sungið.

Tuesday, November 07, 2006

Úrún á ammli


Frú Hugrún til hamingju með daginn. Megi hann vera þér ánægjulegur, hrukkumyndandi, hægðartregandi, þvaglosandi og já ánægjulegur í alla staði. Ég lét reikna út hvernig þú verður um hundraðisaldurinn og þetta var útkoman hér að ofan. Hugsa til þín í allan dag mín kæra.

Friday, November 03, 2006

Ég sit inni í stofu og hún er full af skínandi tungsljósi. Tunglið er stórt fyrir utan. Klukkan er samt bara fimm, sko um eftirmiðdag. Þetta er tvælætsón í mínum huga.

Tónleikarnir voru ekki alveg eins og við bjuggumst við. Lokatúrinn með Arab Strap og ég breytti nafninu í "Þunnir á sviði". Alveg eins og dauðyfli og spiluðu efni sem ég kalla meira væl en tónlist. Ekki alveg að spila af þeim plötum sem ég fíla. En það var samt svaka gaman þar. Stundum skiptir engu máli hvað verið er að gera, það er bara ógó gaman.

Hvern er ég að plata, þykist geta farið að blogga bara til að gera allt annað en að lesa.

P.s. það kom hingað töframaður og lagaði hitarann. Svo nú er ofnaryklyktin alltumlykjandi og ég ætla í bað og liggja þar svo lengi að Arnar finnur liquid rúsínu í karinu þegar hann kemur heim úr vinnunni í kvöld.

Thursday, November 02, 2006

Hæ aftur. Vá langt blogghlé. En það þarf ekkert að afsaka. Kiddý froskur og Fríða kolkrabbi skemmtu sér drottningalega ásamt Arnari alifugli í meira en viku saman. Var drukkin bjór? já. Var talað? af sér kjálkann já. Fékk ég saknaðarkast á laugardaginn? Já!
Það tók 2 daga af svefni og pott af soðnu engiferi til að koma mér almennilega í gang aftur en það tókst og þessa viku hef ég tekið með trompi. Vakna snemma, lesa lesa lesa lesa, sósjalísera og sofna nóg.
Svo óskemmtilega vildi til á sunnudaginn að gashitarinn okkar ákvað að hætta í vinnunni sinni okkur til mikils kulda. Hér er ekkert rennandi heitt vatn og engin hiti á ofnum. Herra vetur ákvað að koma til okkar akkurat á sama tíma. Svo núna eru Lukku-Láka bala böð á heimilinu og allur ullarklæðnaður vafinn um okkur. Næturnar eru svo kaldar, nei sko SVOOOOOOOOOO kaldar að ég get ekki alveg lýst því. Minnir mig helst á frásagnir Arnar af Grænlandsferð hans þegar hann vaknaði um miðja nótt til að fara á klósettið (eða öllu heldur fötuna) og þegar hann stóð upp (það var sko slökkt á kyndingunni yfir nóttina) fraus hann og það brakaði í skinninu eins og að labba á nýföllnum snjó þegar hann reyndi að snúa við í sömu sporum til að leggjast aftur og þiðna (nei ég er að ýkja, það var samt mjög mjög mjög kalt, gúbbí gúbb).
Auðvitað er ekki Grænlandskuldi hérna, ég er bara að láta vorkenna mér. En svakalega á ég eftir að elska heita vatnið þegar viðgerðarkallinn fer á morgun. Ég spái löngu baði og ofna í botn. Það er samt alveg ótrúlegt hvað hægt er að nota lítið vatn við líkamsþvott. Ég er með smá samviskubit yfir gufusturtunum sem ég fer í daglega. En það stoppar ekki baðið á morgun, ónei.

Farin á tónleika.