Alveg eðal kelling

Friday, October 20, 2006

Mynd

Ég skil ekki stefnumótun á Íslandi. Hvernig er hægt að fá það út að Alþjóðahús þarf allt í einu minni peninga? Fleira fólk á landinu sem þarf aðstoð við að skilja samfélagið samasem setum minni pening í þann stuðning. Þetta er bara fífl og fávitar, já ég segi það og skrifa. Og þverpólitíks samstaða---WHAT? Við ættum að taka okkur saman og æla í hálsmálið á svona samfélagsskemmdarvörgum.

Í þessum skrifuðu orðum er Kiddý að lenda á flugvelli. Ég er ekki búin að klæða mig og á eftir að sinna heimilisverkunum. Kellingin hótaði að koma ekki myndi ég ekki sinna skólanum sem skildi. Þvílík er sú gulrót sem heimsókn þessi er að ég sat uppi í skóla í gær og las fyrir alla næstu viku. Það er mjög hressandi að vera svona samviskusöm og dagurinn í dag er svo léttur. Fyrir utan það að ég held ég hafi drukkið bjórnum of mikið í gær sem er nú ekki svo sniðugt.

Það besta við að hætta að drekka kaffi er að þegar ég svo fæ mér kaffi (því ég hætti aldrei neinu alveg heldur bara munsturbreyting) þá virkar það eins og auka orka og drifkraftur til hvaða verka sem er. Magnað! Svo nú er það kaffi, tiltekt, pæjuskapur og móttaka heimalingsins. Ji hvað er hægt að vera spennt, úffamíamarasía.

Arnar sækir hana á flugvöllinn. Kiddý sagðist koma þreytt eftir að vera búin að vinna allt of mikið seinustu vikur. Arnar vakti til 5 í morgun við verkefnisgerð og var vaknaður til vinnu klukkan 9. Þau eru líklega skrautlegir ferðafélagar.

Tuesday, October 17, 2006

Ég heyrði brandara frá Bosníumanni í dag:
Kona (a) frá Bosníu fór í ferðalag til vestur Evrópu. Þegar hún kom heim hittu hún systur sína (b).
b: Hvernig var svo í ferðalaginu?
a: Það var fínnt. En vá, vesturlandabúar eru alveg 20 árum eftirá.
b: Nú hvernig þá?
a: Þau hafa það ennþá gott!


...ái

Monday, October 16, 2006

Fríða horfir á Kastljós:

Mig langar alltaf að vera skopmyndateiknari þegar ég horfi framan í Björn Bjarnason.

Ef ég ætti barn sem hefði skoðanir á mörgu og væri svo samviskusamt að svara öllum spurningum sem það fengi, ditti mér ekki í hug að hringja í Kastljós og segja þeim frá því. Ég get ekki hætt að hugsa: Grey barnið, kannski fast með þessar blessuðu skoðanir við sig út lífið. Ekki gera því þetta.

Guðni er hreinskilnastur allra stjórnmálamanna. Hann er alltaf að reyna að segja ekki neitt en tala fullt eins og sönnum stjórnmálamanni sæmir en tekst alltaf að segja það mikið að mál hans gengur ekkert upp og fullt af mótsögnum. Svo verður hann reiður eins og hefðbundinn íslenskur faðir, eitthvað svo einfeldnislegt og því unaðslegt aðhlátursefni.

Er Ólafur Ágúst á leið að stæla Össur í skeggvexti eða var þetta Hulk Hogan skegg og upplausnin í tölvunni ekki alveg nægilega góð hjá mér?

Ég hef annars engan tíma fyrir neitt annað en lærdóm (og prebbast yfir tölvusjónvarpi því ég er ell ú eð i). Tilvonandi gestur ætlar annars að afboða komu sínu. Ég er vel/illa upp alin og tek hótunum mjöööög alvarlega.

Wednesday, October 11, 2006

Eigum við ekki að taka þátt B-)

Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum fór hljóðið í tölvunni minni. Því get ég ekki hlustað á tónlist. Ég blasta bara þvottavélina í staðin, ekki alveg sama sánd en gott bít og huggulegt vagg.

Ég er klisja núna, búin að ákveða að lesa en er bara að hanga. Ekki vil ég vera klisja svo ég ætla að sanna mig. Lesa um breytingar á hugmyndum um ríkisborgararétt. Ég er nú svo anal að ég bíð bara eftir gender umfjöllunum. Hver kúrs hefur eina viku í kynjaþema. Ég er vanari kúrsum út frá kynjapælingum ekki að þær séu settar sem tóken í síðustu kennsluviku. Í dag þurfti ég til dæmis að leiðrétta kennarann minn sem talaði um foreldra sem mæður og var hann að tala um nútíma Svíþjóð. Honum fannst leiðréttingin hins vegar minniháttar.

Pæling dagsins:
Sýklalyfs-framleiðendur hljóta að vera styrktir af klósettpappírs-framleiðendum.

Wednesday, October 04, 2006

Ef ég vissi hvernig ætti að setja inn niðurtal (fyrir merka atburði) á síðuna þá stæði núna: 16 dagar þar til kellingar mætast!

Dásamlegt alveg hreint dásamlegt