Alveg eðal kelling

Wednesday, June 28, 2006

Bresk bjúrókrasía hefur fengið mig til að íhuga vopnakaup!

Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið frá sér þá yfirlýsingu í dag að allir sálfræðingar sem starfa á Íslandi munu hér með verða komið fyrir á móðurskipi norður af Grímsey og starfa þaðan. Þetta mun leiða af sér mikla hagræðingu fyrir ráðuneytið og fjöldi starfa flytjast í Eyjafjörðinn.

Tuesday, June 27, 2006

Monday, June 26, 2006

Þetta er nammi!!!

Friday, June 23, 2006

Á BBC 3 er alveg dásamlegur þáttur fyrir fólk sem vill heyra tónlist frá "öllum heiminum". Hér er linkur á hann. Sem sagt hægt að hlusta á netinu.
Apastrákur er búin að vera á fylleríi í nokkra daga. Hann liggur hérna á gólfinu gólandi með tónlistinni. Ég læt hann bara vera. Hann gjörsamlega spangólar. Stuð hjá kallinum. En hann er heppinn því stuffed animals verða ekkert þunn eða fara á bömmer. Eða jú kannski. Hann sýpur þá seiðið af því þessi elska. Kannski að hann sakni fólksins síns. Allavega er hann ennþá að tala um hvað það var gaman að fá Valda í heimsókn. En hann vill samt ekkert fara til Íslands í hitaleysið. Neihei!!! Hann þvertekur fyrir það. Heyrðu láttu lyklaborðið mitt vera. Nei þú ert með þitt eigið blogg og getur gubbað pælingum þínum út þar. Láttu mitt vera. $%&/(/&%$#$%&/&%$ Æ Apastrákur. Þú er nú algjör juggludallur núna. Best að koma honum í rúmið bara. Ég held hann sé búin að vera vakandi ansi lengi. Vakti af sér Kötlu og Tiggler. Það er svo sem ekkert nýtt. Já þú færð bara lifrarskemmdir af þessum lifnaðarháttum. Er það nú górilla. Hann sendir ástar og saknaðarkveðjur til ástarinnar sinnar sem hann vill ekki að ég nefni á nafn en hún veit hver hún er...

Best að fara að þrífa. Hann er búin að leggja íbúðina í rúst...eða var það kannski ég...nei ég tek allavega ekki ábyrgð á þessum loppuförum upp alla veggi.

Monday, June 19, 2006

Kiddý var að segja mér fréttir!!! Fyrst Svíþjóð, svo Finnland og svo og svo og svo og svo...ÍSLAND. Það bara hlýtur að vera. Kannski Noggararnir þarna á milli.

Til hamingju með daginn allar konur nær og fjær. Ég ætla að halda upp á hann með því að taka enga ákvörðun heldur bara á móti gestum, símtölum og óhreinum þvotti.

Thursday, June 15, 2006

Í gær byrjaði ég að taga tónlistina mína (sem sagt skrá hana alla á réttan hátt út frá flytjanda og á hvaða plötu og fleira slíkt). Súsa smitaði mig af þessum fasisma. Hún hefur skammað mig fyrir "óhreina" tónlist (ok hún notar að vísu önnur mun dónalegri orð og ég ætla ekki að gefa upp okkar samræðustíl hér) og sagst ekki treysta mér fyrir tónlist. Þannig að í gær í letideginum með rigningunni úti og tóma veskinu og almennum úldinleika byrjaði ég að fara yfir alla tónlistina mína. Og ég sá ljósið. Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert lengi. Þetta er eins og að púsla (já ég elska að púsla, there) og raða trivjalpörjút spjöldum eftir númerum (já ég hef gert það og elskað það). Nú fær Súsa bara "hreina" tónlist sem hún getur stungið upp í hvað sem henni dettur í hug.

En það rosalega við þetta var að ég varð fasisti á einum degi, meira svona á fáeinum klukkustundum. Geri aðrir betur. Fór að skammast í huganum yfir fólki sem hafði verið svo elskulegt að senda mér eða gefa mér á einhvern hátt dásamlega tónlist af því það vantaði örlitlar upplýsingar um eitthvert lagið. Ekki hafa áhyggjur samt sem áður, ég er ekki full haturs, þetta gekk til baka að mestu leyti á jafn stuttum tíma. Ég er meira svona fastisti gagnvart sjálfa mig og mikinn metnað.

Ég er ekki enn hálfnuð með tónlistina þó að mig svíði í augunum af skjáglápi.

(ég er í stuði. ég á nóg af seðlum og ég er í fríi mig vantar bara svísu en ég redda því. þetta sönglar akkurat núna á rúv)

En nú: Common England!!! Ég held nú ekkert með þeim bara gaman að fara á leiki hérna þegar þeir fótboltakallar eru að sparka bolta á milli sín og láta sig detta.

já já

Wednesday, June 14, 2006

Allt gott fólk horfir á Óþekkt á NFS. Það er mikill munur á því að horfa á feminískt sjónvarp en annað sjónvarp. Mikill munur. Þátturinn mætti samt vera lengri, alveg helmingi lengri.
Í íslenska gubbuþættinum Já eru fullt af auglýsingum sem er sérstaklega beint til kvenna og sko ÓGEÐSLEGA mikið af þeim. Í auglýsingahléum Óþekk eru fótboltadagskrár auglýsingar, Hrafnaþings auglýsingar og aðrar dagskrár-tilkynningar. Sorglegt? Kemur á óvart?
Bara ef "markaðsgúrúar" Íslands vissu hvað feministar eru mörg og kaupa líka hluti!!!

Monday, June 12, 2006

Jú & Bí sebrahestarnir

Þessi frétt er eitthvað svo...æ ég veit það ekki. Bjánahrollur kannski.

Eftir langa gestasessíon (sem í þetta skiptið var góð og betri og best) kemur annað hvort tíminn a) fullir erindadagar eða b) mega letidagar. Hjá athafnalítilli manneskju eins og mér þessar vikurnar þá er ekki mikið af ógerðum erindum þó svo ég hafi verið 100% gestgjafi í rétt tæpar 2 vikur. Svo er það líka viðmiðið, vera með svo svakalega skemmtilegu fólki og verða svo ein heima, með brútal uppvask og óþvegin þvott. Ræni mér allar rangeygðar rottur, ég er ekki að fara að sinna því!!! Ekki séns. Vissulega er ekki algjörlega leiðinlegt að sinna heimilisstörfum, en sem aðalstarf er þetta hreinasta kvöð og svo leiðinlegt að það liggur við að ég fari að reyna að hafa upp á fyrri meðleigendum mínum frá Spáni til að stytta mér stundirnar.

...þetta eru samt bara afsakanir því ég er löt í dag með eindæmum. Það eru nú alveg aðrir hlutir sem ég gæti gert. Ég bara nenni því ekki. Ekki einu sinni að fara á ströndina, og þá veit ég að ég er löt því ég nenni því alltaf. Er ég einfeldningur eða hvað?

Takk fyrir heimsóknina elsku Valdi. Rokk og ról.