Alveg eðal kelling

Friday, September 29, 2006

Símtal

Ég náði að baka gulrótaköku (sem nóta bene tekur klukkutíma í ofni), föndra ammælis, lesa fullt af bloggum og vaska upp á meðan Arnar á eitt símtal við pabba sinn. Símtöl fá nýja virkni þegar þau eru ókeypis. Ætli þeir séu ekki soðnir á eyrunum?

Viðbót:
Og ég gat hlustað á fréttir. Og ekki er símtalið búið. Gott að vera farin að læra aftur. Nú ætla ég að halda hátíðlega stund og LÆRA FYRIR SKÓLA! Ekki hef ég gert það í laaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaangan tíma.

Ég er uppfull af "föstudags-tilfinningum". Einu sinni þýddi það að fara á síðdegistónleika, annað einu sinni þýddi það bjór en núna langar mig í fjallgöngu. Já tímarnir já tímarnir...

Annars er ég að byrja í skóla aftur. Akademíuóþolið mitt eitthvað að hjaðna. Ég er mega spennt fyrir þessu námi. Migration studies. Marg-þverfaglegt. Í gær var á námsfund með nemendum og eitthvað af kennurum. Einn leit út eins og krókódíla döndí og annars eins og allan partrits. Það fannst mér mjög fyndin blanda. Sérstaklega þegar þeir voru að kynna hvorn annan.

Arnar á ammæli á morgun og þá verður bar-partý a la bretar. Til hamingju með það minn kærasti.

Og Kiddý og Valdi að flytja. Loksins get ég haft símasamband við kelluna. Þó fyrr hefði verið!

Tuesday, September 26, 2006

Ég segi við ykkur eins og ég sagði við Pete í dag:

Frú Fríða says:
arent you going to the walk to night?

Frú Fríða says:
you have to!!!

Frú Fríða says:
otherwise you will...

Frú Fríða says:
...i cant say it...

Frú Fríða says:
but i assure you you dont want to find out

Tuesday, September 19, 2006

Ég veit hvað ég ætla að hafa í matinn í næsta matarboði!!!

Monday, September 18, 2006

Enn og aftur geri ég ný plön og hendi lífi mínu á hvolf. Ekki leiðinlegt það. Get nú ekki verið að segja frá áformunum ef þessi 2 prósent sem vantar upp á að þetta nýja plan gangi upp munu ekki ná fram að ganga þá væri það svo mikið svekkelsi að vera búin að segja öllum frá því.
Samt kemur þetta heldur engum við.

Frovitni er best að svala með pissi.

Wednesday, September 06, 2006

Tuesday, September 05, 2006

Nú ætla ég að koma út úr skápnum.
Á morgun koma gestir til okkar. Ekki beint gestir því þau eru að flytja til Brighton og ætla að gista hjá okkur þar til þau finna sitt eigið húsnæði.
Ég vakna og er búin að ákveða að þrífa íbúðina. En af hverju er ég að fara að þrífa? Jú af því það eru að koma gestir. Veðrið úti er dásamlegt, rúmlega 20 stiga hiti og sól og blíða. En nei ég ætla að vera inni að þrífa. Hvað er það? Af hverju er þessi þörf svona sterk? Ég get hreinlega ekki hugsað mér að hafa skítugt þegar fólk kemur til mín.
Um daginn gisti ég hjá karlkyns vini í Berlín og hann var sko ekkert að stressa sig yfir skít og drullu og mér var slétt sama og öðrum gestum sem þar voru á sama tíma var sama. Einn daginn sópaði ég stofugólfið þegar ég var ein í íbúðinni og þreif eldhúsvaskinn mjöööög vel. Ég hugsaði um að strjúka úr skítugum ruslaskápnum og sagði við sjálfa mig "nei thats it Fríða, núna hættiru!!!".
Ég hef oft skammast mín fyrir þessa anal þörf mína en losna bara alls ekki við hana. En ætti ég að reyna að losna við hana? Ætti ég að vera að skammast mín fyrir hana? Það er gott að hafa hreint og ryklaust í kringum sig og svo framvegis jarí jarí jarí.
Með aldrinum verður þörfin sterkari en það kemur mér ekkert á óvart, raunar gerði ég mér grein fyrir að hún yrði sterkari með aldrinum þegar ég var í menntó.
Ég veit að ég lærði þetta mikið hjá móður minni. Hún straujar sængurfötin mín þegar ég gisti hjá henni. Mun ég kannski byrja á því fyrir gesti eftir nokkur ár?

Jæja ryksugan bíður...en ég á sem betur fer ekkert straujárn.

Friday, September 01, 2006


AMMÆLISKELLINGIN MÍN UPPÁHALDS

Litla gulrótin mín og stóra hetjan sem fékk þann stóra heiður á dögunum að ganga með græna augað er ammæliskellingin. Ég sit fyrir framan tölvuna í pæjufötum í tilefni dagsins og ætla að verða tipsí í kvöld.
Ég hlakka mjög mikið til að heyra nýju færeyskuna þína. Eða ertu ekki komin með betri hreim og svona? Hvað á svo að gera í tilefni dagsins? Versla? Gærast? Partýast? Kellingast? Hitta Jón Gunnar? Ég ætla allavega að gera það sama og þú en bara annarsstaðar.

Hverju ætli Davíð sé feginn að þurfa ekki að taka þátt í lengur? Lygum kannski. Ekki hlutverk alþingis að rannsaka, það er alveg rétt en það er ekki málið heldur á stefnumótun alþingis að fara eftir rannsóknarniðurstöðum svo ekki hljótist skaði af þeirra ákvörðunum. Dööö.

Það er svo gott að vera minnt á hversu gott er að vera laus við Dabba...þó margt sé enn vont á þingi.