Alveg eðal kelling

Tuesday, September 05, 2006

Nú ætla ég að koma út úr skápnum.
Á morgun koma gestir til okkar. Ekki beint gestir því þau eru að flytja til Brighton og ætla að gista hjá okkur þar til þau finna sitt eigið húsnæði.
Ég vakna og er búin að ákveða að þrífa íbúðina. En af hverju er ég að fara að þrífa? Jú af því það eru að koma gestir. Veðrið úti er dásamlegt, rúmlega 20 stiga hiti og sól og blíða. En nei ég ætla að vera inni að þrífa. Hvað er það? Af hverju er þessi þörf svona sterk? Ég get hreinlega ekki hugsað mér að hafa skítugt þegar fólk kemur til mín.
Um daginn gisti ég hjá karlkyns vini í Berlín og hann var sko ekkert að stressa sig yfir skít og drullu og mér var slétt sama og öðrum gestum sem þar voru á sama tíma var sama. Einn daginn sópaði ég stofugólfið þegar ég var ein í íbúðinni og þreif eldhúsvaskinn mjöööög vel. Ég hugsaði um að strjúka úr skítugum ruslaskápnum og sagði við sjálfa mig "nei thats it Fríða, núna hættiru!!!".
Ég hef oft skammast mín fyrir þessa anal þörf mína en losna bara alls ekki við hana. En ætti ég að reyna að losna við hana? Ætti ég að vera að skammast mín fyrir hana? Það er gott að hafa hreint og ryklaust í kringum sig og svo framvegis jarí jarí jarí.
Með aldrinum verður þörfin sterkari en það kemur mér ekkert á óvart, raunar gerði ég mér grein fyrir að hún yrði sterkari með aldrinum þegar ég var í menntó.
Ég veit að ég lærði þetta mikið hjá móður minni. Hún straujar sængurfötin mín þegar ég gisti hjá henni. Mun ég kannski byrja á því fyrir gesti eftir nokkur ár?

Jæja ryksugan bíður...en ég á sem betur fer ekkert straujárn.

2 Comments:

At September 12, 2006 9:42 am, Blogger Kiddý said...

við eigum báðar sjúklegar mæður þegar það kemur að hreingerningum. Ég er ekki svo viss um að þetta vestni með árunum, þetta gæti alveg eins farið í hina áttina, nú þegar við erum lausar við niðurlægingu og áreittni af höndum mæðra okkar og feðra. It´s in our hand´s now...

Horfði á mynd um daginn (Elvis með Kim Basinger) þar sem konum var sagt að ef húsið þeirra er hreint er sálin þeirra hrein. Ef húsið þeirra er skítugt þá er eitthvað að. Ég held að margar konur hugsi svona.. og stundum er ég ein af þeim.

 
At September 12, 2006 11:22 am, Blogger thury said...

Veistu Fríða - it's all about de-cluttering. Ég er búin að fara í gegnum þetta sama svo oft og nú skammast ég mín bara ekki neitt fyrir að vilja hafa hreint í kringum mig og extra hreint fyrir gesti og gangandi. Það er svona "out of respect" að taka aðeins til fyrir gesti. Fyrir mig sjálfa, þá nenni ég ekki að hefja daginn á því að horfa ofaní myglaðan disk með afgöngum síðustu viku. Þrif hafa fengið einhvern niðrandi "kellinga"stimpil en ég fastlega trúi því að umgengni lýsi innri manni og það á jafnt um karla og kerlingar frá mínum bæjardyrum séð.

ást

p.s. hvenær ætlarðu að fara að kíkja í heimsókn til Cam - svítí? Alltaf velkomin og þú getur reitt þig á að gestó verður í eðalstandi :)

 

Post a Comment

<< Home