Ein ég sit og sauma...
Þetta lag passar ansi vel við mig núna. Að vísu er engin mús hérna. Bara kóngulær og fiðrildi og flugur.
Ég býð heilann minn fram í gæsapate.
Það var svo gaman að hafa Kiddý og Valda hérna. Svo svo fallegt. Svo svo þægilegt og svo svo best í heimi. Hitabylgjan spillti ekki fyrir. Við vorum oft með innkaupapoka, fórum á veitingastaði og drukkum dýrindis kokteila og héngum svoooooo mikið á ströndinni í sundfötum og upp úr því kom hugtakið Glasgow-gengið. Inn á milli vorum við svo rónar og inn á milli þess vorum við...bara við.
Svo núna er ég hér, á leið að passa Pí sem er kisa. Hún var pínulítil þegar ég sá hana síðast. Ég er ansi hrædd um að hún sé komin með fullorðins lúkkið núna. Hlakka til að sjá hana. Best að klára að vaska upp og ganga frá íbúðinni því ég verð heima hjá kisu í tvær fallegar vikur. Namminamm.
Vill einhver fá lánaða íbúð í Brighton til 20. júlí? Setjið þá óskir í kommentínós.
4 Comments:
Ok Valdi ég tek hana frá fyrir þig. Þú mátt nota hana eins og þú vilt, í anda eða efni. Kem með hringinn.
f
ég væri alveg til í að koma aftur. Ef það er til Guð, vakkna ég í íbúðinni þinni á morgun.
kiddy
hvernig gengur nú að sauma eiginlega??
döööö. búin að sauma, eða réttara sagt gera við.
hver er þú dear evb?
Post a Comment
<< Home