Alveg eðal kelling

Friday, June 23, 2006

Á BBC 3 er alveg dásamlegur þáttur fyrir fólk sem vill heyra tónlist frá "öllum heiminum". Hér er linkur á hann. Sem sagt hægt að hlusta á netinu.
Apastrákur er búin að vera á fylleríi í nokkra daga. Hann liggur hérna á gólfinu gólandi með tónlistinni. Ég læt hann bara vera. Hann gjörsamlega spangólar. Stuð hjá kallinum. En hann er heppinn því stuffed animals verða ekkert þunn eða fara á bömmer. Eða jú kannski. Hann sýpur þá seiðið af því þessi elska. Kannski að hann sakni fólksins síns. Allavega er hann ennþá að tala um hvað það var gaman að fá Valda í heimsókn. En hann vill samt ekkert fara til Íslands í hitaleysið. Neihei!!! Hann þvertekur fyrir það. Heyrðu láttu lyklaborðið mitt vera. Nei þú ert með þitt eigið blogg og getur gubbað pælingum þínum út þar. Láttu mitt vera. $%&/(/&%$#$%&/&%$ Æ Apastrákur. Þú er nú algjör juggludallur núna. Best að koma honum í rúmið bara. Ég held hann sé búin að vera vakandi ansi lengi. Vakti af sér Kötlu og Tiggler. Það er svo sem ekkert nýtt. Já þú færð bara lifrarskemmdir af þessum lifnaðarháttum. Er það nú górilla. Hann sendir ástar og saknaðarkveðjur til ástarinnar sinnar sem hann vill ekki að ég nefni á nafn en hún veit hver hún er...

Best að fara að þrífa. Hann er búin að leggja íbúðina í rúst...eða var það kannski ég...nei ég tek allavega ekki ábyrgð á þessum loppuförum upp alla veggi.

1 Comments:

At June 27, 2006 10:36 am, Anonymous Anonymous said...

apastrákur! Er það svona sem þú sýnir þakklæti þitt til Fríðu og Arnars? Með þessu áframhaldi kemur þú með til Íslands í næstu viku.
Vertu nú góður mömmu strákur og taktu til eftir þig og farðu að sofa á kristnilegum tíma.
ást, Mamma

 

Post a Comment

<< Home