Alveg eðal kelling

Friday, May 19, 2006

Loksins kom bloggið aftur til byggða. Ég hélt nú að það væri farið að heiman for good en svo var ekki. Það kom heim rétt í þessu hresst og kátt og sagði mér að ástæðan fyrir heimkomunni væri að ég ætti svo góðar vinkonur. Það fannst mér skemmtileg ástæða og alveg sönn. Það er ótrúlegt að geta stólað á vinkonur í allri sinni stríðu. Og sérað með þeim allri sinni blíðu.
Ég bíð bloggið velkomið heim. Það er gott að sjá það aftur. Það sagði mér að það væri fúllt og grömpí (til að nota þess eigin orð) og elskaði að tala illa um aðra. Ég hlusta nú ekki á svoleiðis rugl. Það er nóg af auglýsingafólki til að tala illa um aðra og japla á fólki endalaust. Ég túlka bara prumpið sem kemur frá blogginu, ekki skítinn.
Ég hef ákveðið að elska lífið og gleyma. Svo ætla ég að eiga gott sumar. Þó að það sé stormur úti og að ég héldi að ég byggi í góðu-veðra-landi.
Ég er að lesa svakalega skemmtilega bók sem heitir landslag er aldrei asnalegt. Ég er ekki komin langt í henni en hún er strax farin að láta mér finnast veðrið úti ákjósanlegt.
Nú þarf ég bara að finna barnaefnisnám og rannsóknarlögreglunám og ljósmyndanám. Ég hlýt að geta reddað því nú þegar bloggið kom heim.

Ástarkveðjur,

Gilitrutt

0 Comments:

Post a Comment

<< Home