Eftir langa gestasessíon (sem í þetta skiptið var góð og betri og best) kemur annað hvort tíminn a) fullir erindadagar eða b) mega letidagar. Hjá athafnalítilli manneskju eins og mér þessar vikurnar þá er ekki mikið af ógerðum erindum þó svo ég hafi verið 100% gestgjafi í rétt tæpar 2 vikur. Svo er það líka viðmiðið, vera með svo svakalega skemmtilegu fólki og verða svo ein heima, með brútal uppvask og óþvegin þvott. Ræni mér allar rangeygðar rottur, ég er ekki að fara að sinna því!!! Ekki séns. Vissulega er ekki algjörlega leiðinlegt að sinna heimilisstörfum, en sem aðalstarf er þetta hreinasta kvöð og svo leiðinlegt að það liggur við að ég fari að reyna að hafa upp á fyrri meðleigendum mínum frá Spáni til að stytta mér stundirnar.
...þetta eru samt bara afsakanir því ég er löt í dag með eindæmum. Það eru nú alveg aðrir hlutir sem ég gæti gert. Ég bara nenni því ekki. Ekki einu sinni að fara á ströndina, og þá veit ég að ég er löt því ég nenni því alltaf. Er ég einfeldningur eða hvað?
Takk fyrir heimsóknina elsku Valdi. Rokk og ról.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home