Alveg eðal kelling

Monday, May 22, 2006

Dagarnir skána og ég með. Það er skemmtilegt. Það er gott að vanda sig. Og borgar sig. Ég tala undir rósarunna. Það finnst mörgum mjööög leiðinlegt. Mér finnst það skemmtilegt.
Í rúv fréttunum í gær voru bræður titlaðir "nýrnabræður" af því annar gaf hinum nýrað sitt. Það fannst mér ógeðslega fyndið. Best að njörva fólk niður í veikindi sín, það er best að hafa góða flokkanir annars gætum við þurft að meta fólk eftir okkar eigin matskerfi og þá mundi nú jörðin örugglega opnast og gleypa okkur.
Það eru svo margir hlutir sem ég þarf að gera í dag svo ég ætla að hlaupa út í storminn. Kannski að ég hafi gengið í svefni til Grænlands, aldrei að vita. Iðnaðarmennirnir úti allavega eru ekki að tala ensku...gúlp!

2 Comments:

At May 22, 2006 2:21 pm, Blogger Kiddý said...

hey beib, æðislegt að fá þig aftur á netið. Hér er stormur, sól og snjór- allt í einu. Ég fagna því að búa 3 mín frá vinnunni. Helvítis ísland

 
At May 23, 2006 4:00 pm, Blogger kaninka said...

vá þú bloggar alltaf svo fallega, ég nota bloggið sem útrás fyrir frústerasjón, ég gef heiminum tóninn á blogginu vegna þess að ég byrgi það inni í daglegum samskiptum raunheimsins.

 

Post a Comment

<< Home