Alveg eðal kelling

Thursday, May 25, 2006

Stundum er gott að láta andstæður breyta ástandi. Út frá þessari "speki" horfði ég til dæmis á Requiem for a Dream þegar mér leið illa. Eftir það leið mér mun betur, fór í bæinn og keypti mér ís með bros á vör. Í kvöld/nótt var/er ég svefnlaus og ákvað að drepa mig úr leiðindum með Innlit útlit þætti. Hann drap mig úr leiðindum en eftir sit ég með áhyggjur yfir vísareikningum einhverra ókunnugra Íslendinga. Mér finnst þessir þátttastjórnendur eitthvað að fara á mis við hvað það þýðir að stjórna þætti. Þau grípa fram í fyrir viðmælendum sínum og klára setningar fyrir þau endalaust. Af hverju fá þau ekki bara að fara þrjú heim til fólk og spjalla um sandblásnu gluggana þeirra í stað þess að láta húsráðendur koma út eins og mister hikköp.

Ég verð að viðurkenna að þessi aðferð mín virkar ekki alltaf. Best að leggjast upp í rúm og telja andartök Arnars þar til hann vaknar. Ég segi að þau verði yfir þúsund. Spennandi...

3 Comments:

At May 26, 2006 9:20 am, Blogger babychicken said...

hai ástar brum.
jahá hér er súpernördabloggarinn sem einhverra hluta vegna öll spurja alltaf hvort sé komið með netið, þegar ég hef verið með það í rúmlega ár... ehemm..
senst, kallaðu mig bara bylgjubloggarann.
anyways ég er súper hamingjusöm að þú sért byrjuð að skrifa aftur hér, jafnvel þótt frú blogg sé grömpí og með skítastæla. I´m happy

 
At May 29, 2006 7:35 pm, Blogger Hugrún said...

víí... velkomin aftur... víí... gaman!!!

 
At June 01, 2006 2:41 pm, Blogger Kiddý said...

já lennti í því að gær að telja hroturnar hans Valda. Það var mikil fjölbreyttni í þessu hjá honum. Sumar voru ákveðnar og háværar og aðrar undirgefnar og loftlausar en ein tegundinn fannst mér skemtilegust og það var þegar ég héllt fyrir nefnið á honum þangað til hann hætti að getað andað. Þá kom svona píff tónn sem myndaði röddun við bassann.
Mjög áhugavert-

 

Post a Comment

<< Home