Í gær byrjaði ég að taga tónlistina mína (sem sagt skrá hana alla á réttan hátt út frá flytjanda og á hvaða plötu og fleira slíkt). Súsa smitaði mig af þessum fasisma. Hún hefur skammað mig fyrir "óhreina" tónlist (ok hún notar að vísu önnur mun dónalegri orð og ég ætla ekki að gefa upp okkar samræðustíl hér) og sagst ekki treysta mér fyrir tónlist. Þannig að í gær í letideginum með rigningunni úti og tóma veskinu og almennum úldinleika byrjaði ég að fara yfir alla tónlistina mína. Og ég sá ljósið. Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert lengi. Þetta er eins og að púsla (já ég elska að púsla, there) og raða trivjalpörjút spjöldum eftir númerum (já ég hef gert það og elskað það). Nú fær Súsa bara "hreina" tónlist sem hún getur stungið upp í hvað sem henni dettur í hug.
En það rosalega við þetta var að ég varð fasisti á einum degi, meira svona á fáeinum klukkustundum. Geri aðrir betur. Fór að skammast í huganum yfir fólki sem hafði verið svo elskulegt að senda mér eða gefa mér á einhvern hátt dásamlega tónlist af því það vantaði örlitlar upplýsingar um eitthvert lagið. Ekki hafa áhyggjur samt sem áður, ég er ekki full haturs, þetta gekk til baka að mestu leyti á jafn stuttum tíma. Ég er meira svona fastisti gagnvart sjálfa mig og mikinn metnað.
Ég er ekki enn hálfnuð með tónlistina þó að mig svíði í augunum af skjáglápi.
(ég er í stuði. ég á nóg af seðlum og ég er í fríi mig vantar bara svísu en ég redda því. þetta sönglar akkurat núna á rúv)
En nú: Common England!!! Ég held nú ekkert með þeim bara gaman að fara á leiki hérna þegar þeir fótboltakallar eru að sparka bolta á milli sín og láta sig detta.
já já
3 Comments:
Víí... púsl er líka mitt uppáhald þessa dagana... held samt að ég hafi keyp mér of erfitt púsl...
í alvöru þá er ég ekki nógu gáfuð til að fatta á hverju þetta "tag" byggist á og þá sérstaklega ekki þessi Tag menning á Last.fm! kannski er ég bara orðin of gömul til að skilja svona nýja hluti..
Þú veist það ef verðuru stór Olla mín ;-b. Annars finnst mér af myndum af þér að þú sért að missa barnafituna. Það hlýtur að vera mikill munur að vera ekki ennþá talin of lítil til að kaupa sér vín í ríkinu. Eða breytist það kannski aldrei...
Post a Comment
<< Home