Alveg eðal kelling

Thursday, October 11, 2007


Í fyrra beið frjálslyndur maður heima hjá sér með heitt kaffi og kleinulykt í húsinu. Brosandi spenntur þar til ljóst var að engin kom. Í dag beið sjálfstætt fólk í fallegu húsi með kaffilykt og snyttur. Á taugum þar til ljóst var að engin kom.

Einn launar kinnhest annars. Eða bara venjuleg pólitík.

----

Ég bý yfir svo krónísku hatri á læknum að ég brotna niður þó ég eigi við þá kurteisustu á jarðríki. Best að hætta bara að hitta þá. Ég óska mér læknasetts og úskýringabókar um líkamann í jólagjöf. Læknaðu sjálfa þig er ekki bara gott lag heldur líka gott veganesti.

----

Það líður senn að fæðingu. Þú það tefjist örlítið vegna veikinda. Þá get ég farið að huga að nýjum hlutverkum og öllu því spennandi sem er að fara að gerast og eru að gerast. Það er svakalega spennandi en það er samt svo plebbalegt að blogga um það. Þá líður mér eins og leiðinlegum montrassi. Ég ætla frekar bara að tala við fólk.

Ég er með óráði af hita. Og dassi af spenningi.

Sjáið sætu appelsínupressuna mína. Ég elska hana sem mína eigin systur.

6 Comments:

At October 12, 2007 2:11 pm, Blogger Hugrún said...

Skil þig með plebizzman og bloggið... ég held samt að við verðum að stofna feminískan mömmuklúbb... það er svo mikið klikk í kringum þetta allt!

 
At October 16, 2007 9:39 pm, Anonymous Anonymous said...

jiiii mín eina !!!!!
til hamingu plebba mín
kv gunnhildur

 
At October 18, 2007 4:16 pm, Anonymous Anonymous said...

ertu ekki að meina ritgerðina?

 
At October 19, 2007 10:11 pm, Anonymous Anonymous said...

Mömmuhópur??? Dúúúd!!!!

Ekki láta mig fá hjartaáfall.

fríða

 
At October 20, 2007 8:17 pm, Anonymous Anonymous said...

Bíddu bara... ég er líka búin að stofna leikskóla...

 
At November 19, 2007 11:36 am, Anonymous Anonymous said...

Kanski er Bríet að þróast út í samtök hugsandi mæðra. Hvernig hljómar; Feminískirforeldrar.is eða grindagliðnun.is, þvagleki.is ohhh, svo margt í boði.
:) Kiddy

 

Post a Comment

<< Home