Ég er uppfull af "föstudags-tilfinningum". Einu sinni þýddi það að fara á síðdegistónleika, annað einu sinni þýddi það bjór en núna langar mig í fjallgöngu. Já tímarnir já tímarnir...
Annars er ég að byrja í skóla aftur. Akademíuóþolið mitt eitthvað að hjaðna. Ég er mega spennt fyrir þessu námi. Migration studies. Marg-þverfaglegt. Í gær var á námsfund með nemendum og eitthvað af kennurum. Einn leit út eins og krókódíla döndí og annars eins og allan partrits. Það fannst mér mjög fyndin blanda. Sérstaklega þegar þeir voru að kynna hvorn annan.
Arnar á ammæli á morgun og þá verður bar-partý a la bretar. Til hamingju með það minn kærasti.
Og Kiddý og Valdi að flytja. Loksins get ég haft símasamband við kelluna. Þó fyrr hefði verið!
1 Comments:
ertu byrjuð í skóla kona? þú þarft nú að fréttablogga aðeins betur, maður veit ekki neitt!
Post a Comment
<< Home