Alveg eðal kelling

Thursday, April 26, 2007

Veit einhver um vespu eða eitthvað lítið svipað hjól til sölu?
Á Íslandi sko, fyrir ömmu.

Monday, April 23, 2007

Í dag hefur mér tekist að

Fylgja Arnari á lestarstöðina
Finna enga kisu
Fara í klippingu
Fá te og súkkulaðiköku
Fjárfesta í sjónvarpi

Jú sit ég með nammi að horfa á sjónvarpið. Þegar ég kveikti fyrst á því var Neighbours besti kosturinn. Ég ákvað að gefa sjónvarpinu annan séns. Nú er ég að horfa á þátt um dýr leikföng karla. Fyrir augum ber skriðdreka-sunnudagur hjá kátum bandarískum karlmönnum að spæna upp tún og skjóta úr vélbyssum, mjög stórum og með margra sentimetra skothylkjum.

Hvað ætli væri í þættinum ef myndi fjalla um dýr leikföng kvenna? Föt? Meiköpp?

Monday, April 16, 2007

Útskýring a:
Grey Jón Ólafs. Það vilja engar konur koma í þáttinn hans. Ég meina, þótt hann kunni ekki að taka viðtöl við konur af virðingu þá er það nú alveg óþarfi að neita að koma í þáttinn til hans. Nokkur gullkorn: "Hvernig gengur að mála?" "Þetta verður örugglega flott hjá henni?" "Ertu ekki fegin að fá að koma í þáttinn til mín þar sem það er nú nýbúið að reka þig frá Skjá einum?"*

Útskýring b:
Ætli Jón Ólafs hafi ekki kvenkynsnöfn í símanum sínum? Hann gat ekki hringt í neina konu sem spilar blús og eina tónlistarkonu í myndlist. Engin tónlistarkona svaraði sem hefur áhuga á vélum/bílum -eða hvað það nú var. Í underground tónlistarlífinu var ein tiltæk og alveg slatti í karókíinu (ætli hann hangi á Ölveri til að plata konur til að gefa sér símanúmerin sín).

Sumar konur telja hversu margt fólk kemur til Agga Sibb, ég er að hugsa um að byrja að telja Nonna óla.

Sem sagt 14. apríl: 1 kona. 11 karlar. Ef það er engin kona í myndlist þá eru áræðanlega konur í listaháskólanum á myndlistabraut sem væru alveg til í að hanna settið.

Getur kannski einhver sem er á Íslandi kennt grey manninum að konur eru jafnar körlum og vilja ekki láta tala við sig eins og margt fólk talar við börn. Kannski að fleiri konur munu þá svara símanum.

Nei hvað er ég að rugla. Það eru náttúrulega svo fáar konur í tónlist á Íslandi að hlutfallið hjá honum er bara að endurspegla samfélagið. Það er bara þannig. Ég meina, face it!



*Nonni sagði þetta við Guðrúnu Gunnars rétt eftir að hún hætti þar störfum. Ég gat ekki séð að henni þætti þetta neitt svakalega fyndið.

Sunday, April 15, 2007

Að fara að sofa aðeins of seint, en surprise party gerast ekki svo oft. Allt undir skynsemi og hófi. Ég var í alvörunni í tölvuverinu til hálf tólf í kvöld. Ég náði í skottið á ammælinu sem var á leið í karókí. Sumt fólk farið í bjórkeppni, annað í tekílasmakk. Helvítis barinn var opinn til eitt! Barir eru svo sjaldan opnir svona lengi hérna, ég hélt að það væri ekki hægt að drekka bjór á svona löngum tíma. En hvað um það. Orkan safnast upp með gulrótum.

Aðeins einn dagur eftir af svitnandi þrúgandi vinnu á fáránlegri tölvustofu, skila svo ritgerðum og svo bara þetta.

Við samnemendurnir ætlum að hittast klukkan fjögur á mánudaginn á ströndinni í sól og sumaryl. Svo heim að sjæna okkur, þaðan á barinn og svo dansa það sem eftir er næturinnar. Getið þið hugsað ykkur betra plan? Ekki ég.

Gleði gleði gleði.

Ekki samt of mikla tilhlökkun. Það má ekki vera vottur af hangsi á morgun heldur eróbikk kraftur með framleiðslu af dýrindis leifrandi setningum með fróðleiðsslikju og vanilluívafi.

Sweet mama, masterinn bara á enda. Fyrir utan stóru ritgerðina sem ég get ekki beðið eftir að byrja á. Soldið skrítið að vera í námi og bíða allan tíman eftir lokaverkefninu. Hamingjan hellist yfir mig því nú er akkurat komið að því.

Já en núna þarftu að fara að sofa Fríða því klukkan átta bíður þín kaffibolli með sætri konu.

Saturday, April 14, 2007

Because of our recent military gains in much of Afghanistan, women are no longer imprisoned in their homes. They can listen to music and teach their daughters without fear of punishment. Yet the terrorists who helped rule that country now plot and plan in many countries. And they must be stopped. The fight against terrorism is also a fight for the rights and dignity of women.

Laura Bush, 2002

Meira af slikri speki fra hvitu konunni i hvita husinu herna:
http://www.whitehouse.gov/news/releases/2001/11/20011117.html