Að fara að sofa aðeins of seint, en surprise party gerast ekki svo oft. Allt undir skynsemi og hófi. Ég var í alvörunni í tölvuverinu til hálf tólf í kvöld. Ég náði í skottið á ammælinu sem var á leið í karókí. Sumt fólk farið í bjórkeppni, annað í tekílasmakk. Helvítis barinn var opinn til eitt! Barir eru svo sjaldan opnir svona lengi hérna, ég hélt að það væri ekki hægt að drekka bjór á svona löngum tíma. En hvað um það. Orkan safnast upp með gulrótum.
Aðeins einn dagur eftir af svitnandi þrúgandi vinnu á fáránlegri tölvustofu, skila svo ritgerðum og svo bara þetta.
Við samnemendurnir ætlum að hittast klukkan fjögur á mánudaginn á ströndinni í sól og sumaryl. Svo heim að sjæna okkur, þaðan á barinn og svo dansa það sem eftir er næturinnar. Getið þið hugsað ykkur betra plan? Ekki ég.
Gleði gleði gleði.
Ekki samt of mikla tilhlökkun. Það má ekki vera vottur af hangsi á morgun heldur eróbikk kraftur með framleiðslu af dýrindis leifrandi setningum með fróðleiðsslikju og vanilluívafi.
Sweet mama, masterinn bara á enda. Fyrir utan stóru ritgerðina sem ég get ekki beðið eftir að byrja á. Soldið skrítið að vera í námi og bíða allan tíman eftir lokaverkefninu. Hamingjan hellist yfir mig því nú er akkurat komið að því.
Já en núna þarftu að fara að sofa Fríða því klukkan átta bíður þín kaffibolli með sætri konu.
4 Comments:
tjúllað! mikið ertu dugleg þegar það er svona heitt úti hjá þér. Mig langar í sólina góðu og fullt af henni. Hvað er ég að gera með að búa hérna á Íslandi?
sendi þér ritgerðarorku-
love k
Greinilega fekk eg fullt af orku fra ter. Tu hlytur ad hafa sofnad snemma, daudtreytt, i kvold.
Eg er sem sagt buin...bara yfirferd eftir yfirferd eftir. Tad er skitlett.
f
Passaðu þig á manninum með panamahattinn á ströndinni.
-Konungsson
Jaaaá, nú skil ég konungssonur. Ég vonaðist svo mikið til að sjá ykkur á The Beach. Endaði á raggíkvöldi á volks. Mikil gleði þar.
Sjáumst súnu
panamamaður með rúnu
Post a Comment
<< Home