Best að skrifa smá áður en partý-boðunin nær mánaðar aldri. Við kornin komumst ósködduð frá skíðaferðinni frábæru. Ég hef ekki hlaðið batteríin jafn vel í mörg ár held ég bara. Ótrúlegt hvað minna en vika getur gert þegar henni er rétt varið.
Ég er hreindýraskóm ríkari (sko ekki skóm eins og hreindýr nota heldur var hreindýr drepið svo ég gæti eignast skó). Ég ætla að skýra inniskóna Búkollu. Takk pabbi og takk hreindýr. Ég er þeim báðum afar þakklát fyrir að halda tánum mínum heitum og notarlegum. Ég er sammála ömmu sem hefur alltaf haldið því fram að ef fæturnir eru þurrir og heitir fylgir búkshitinn með.
Ritgerðir myndast hægt en myndast þó. Mikið svakalega eru sum 100 orð erfiðari að myndast en önnur. Núna er ég til dæmis að skrifa orð sem myndast frekar hratt. En ef ég ætla að vinna í skjalinu við hliðina á þessu neðst á skjánum mun það taka mig sjöfallt lengri tíma að skrifa jafn langan texta. Merkilegt. Og á sama tíma ótrúlega ómerkilegt.
Við kornin fórum á tvenna tónleika í fyrradag. Í gær fannst mér ég hafa óverdósað á félags-mingli og áfengis-drykkju. Nú skal aðeins gert tvennt: lesa og skrifa. Þar til 16. apríl. Þá skal hangið. Vonandi í London í pæjulegum erindagjörðum (sem felast í að vinna að lokaritgerðinni). Heppna ég er með langt svalasta súpervæsorinn í skólanum.
Kveðja til sumarfrís-fólksins í flatalandinu. Hlaða orkuna, rækta ástina og kyssa stress bæ bæ. Og ekki vera eins væmin og ég virðist orðin og á leiðinni að verða verri með. Þið ættuð að sjá slepjuna sem ég skrifaði í gestabók nú á dögunum. Svo virðisti sem húmor og kaldhæðni ætli að yfirgefa mig með aldrinum og skilja mig eftir með allt of mikið af aukakílóum og hallærislega ofmikla tilfinningasemi. Sjæk!!!
2 Comments:
krasnifhgt! segja hollendingarnir en ég segi bara sweeeeet mama! Nýbúin að borða hádegisverð upp í rúmi og á leið á loppumarkaði og listasöfn.
Vildi þú værir hér- go ritgerðarskrif!
love K
hæ fríða ég sakna þín og engilbert líka,sb
Post a Comment
<< Home