Ég sit við gluggan heima hjá mér með kaffi og sígó hægra megin og síma og pappírsdót vinstra megin. Mjög bissí greinilega. Kláraði fyrirlestur í gær sem var búin að væflast mikið fyrir mér. Skilled migration í kynjaljósi. Afar áhugavert.
Frændi minn er að taka saman ættarbók og ég þarf að senda til hans starfstitil. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að skrifa. Það er eitthvað allt of leiðinleg í svona bók sem kemur örugglega ekki út fyrr en eftir nokkur ár að skrifa sig sem nema. Ég verð að öllum líkindum ekki nemi þegar hún kemur út þar sem námið er búið eftir um tæpa 7 mánuði. Og ekki get ég notað þann titil sem ég get notað eftir námið. Hvað ef eitthvað kæmi upp á og ég mundi aldrei klára það? Er ég kannski að taka þetta allt of alvarlega. Hvað með: Prumpari. Eða eins og ég skráði mig í símaskrána: Vörubílstjóri. Eða sem ég laug að öllum að ég væri að gera í Brighton: Leigubílstóri. Eða bara hið klassíska: Kona. Ég vinn við það að vera kona. Vá hvað er asnalegt að vera að flokka sig svona. Eða hið klassíska: Kona:) Æ nú er ég komin á hálan ís að vera hallærislegur plebbi...ædentitíkræses...
Ég missti af miðum á Bonnie í gær. Vona að sólarbirtan hafi notið fyrir tvær. Er annars ekki komið að hittingi? Ég er laus nema á miðvikudagskvöld og fimmtudaginn fram að kvöldi
2 Comments:
Láttu bara kalla þig sérfræðing... í dag eru allir sérfræðingar... já, eða verkefisstjórar! Voða fínt og voða líklegt... svona miðað við mentunn og fyrristörf.
það var voða gaman nema mér var ekkert smá illt í yljunum. verð að muna að mæta í nike air skóm næst, ekki kínaskóm...
nágranni cave var auðvitað mættur, glæsilegur að vanda. allir vildu standa nálægt honum og þefa af hári hans.
hittumst svaka fljótt, reyndar allt crazy hér, en reynum við helgina.
birta
Post a Comment
<< Home