"2. sæti. Við höfum öll séð myndir af Siv Friðleifsdóttur í leðrinu á mótorhjólinu, en á laugardag bætti hún um betur. Þá slær Fréttablaðið (eða öllu heldur Jakob Grétar Bjarnason) því upp að hún hlusti "á Eminem þegar hún fer út að skokka, auk þess sem Sex Bomb og The Heat is On gera sitt gagn". Fyrirsögn greinarinnar er "Rappandi ráðherra skokkar á Seltjarnarnesi". Eini gallinn er sá að myndin sem fylgir fréttinni er af ekki af Siv í hlaupagallanum heldur situr hún í svartri blússu og rauðum jakka í sófa inni í stofu. En hún brosir og geislar af sjálfstrausti. Daginn eftir er Siv aftur í blöðunum, að þessu sinni í 100 ára afmælisveislu Kvenréttindafélagsins. Hún brosir enn, í upphlut með skotthúfu, að hætti enn yngri framsóknarkvenna. Hvílíkt kamelljón: Mótorhjólagella, skokkari, nútímakona, nítjándu aldar fjallkona. Siv virðist ekki bara hafa lært af Bush heldur líka tvíburunum með kúluhattana úr Tinnabókunum sem áttu áberandi dulbúninga fyrir ólíklegustu tækifæri."
Tetta er tekid af sidu Bjorn Inga. Postlistakona (nei eg er ekki enn buin ad slita mig fra honum) benti a tetta og kom fram med ta snilldar hugmynd ad tala alltaf um karl-politikusa sem "glaesilega" og nefna fataval og hargreidslu teirra. Ekkert "kroftugur" eda "oflugir" lengur. Mer finnst tetta hin besta hugmynd.
Getum svo baett inn hugmynd Bryndisar ad tala i itrottamali svona eins og vilveru sjoraeningjar.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home