Alveg eðal kelling

Wednesday, January 24, 2007

Í dag og í gær hef ég borðað heilan Tyrkisk Peber brjóstsykurs poka. Ætli ég fari að spúa eldi eins og kallinn utan á pokanum? Ég vona að það verði þá bara með munninum en ekki öðrum endum tengdum meltingunni.

Þegar ég er ekki ein heima borða ég hamborgara og pítsur. Þegar ég er ein heima borða ég soðið brokkólí og eggjahræru. Þannig að ef ég væri meira ein heima væri ég með minni næringarskort. Gott ég taki mikið lýsi.

Sjálfhverfastelpan

3 Comments:

At January 25, 2007 3:03 pm, Blogger Bryndis said...

Eru það samt ekki grænmetisborgara :D Það er plús! Mæli með smúþí, er orðin hooked á smúþí... ekkert jafnast á við góðan blandara! Knús og kossar, söknuðum þín á laugardaginn!

 
At January 26, 2007 12:57 pm, Blogger Fríða Rós said...

Jú smúþí er mjög góð hugmynd. Við vorum einmitt að tala um það í gær að blandari er komin efst á kauplistann. Það er ekki það sama og múlínex, æ lörnd ðett ðe hard vei:)

 
At January 30, 2007 9:37 pm, Blogger Kiddý said...

ég á svo geggjaðan blender. Fékk han í jólagjöf og það kælist ekki í honum mótorinn. go formúlan.

erum að fara að kíkja á íbúð á morgun og svei mér þá... hún gæti verið heimilið sem við erum buin að vera að leyta af.

 

Post a Comment

<< Home