Alveg eðal kelling

Wednesday, January 03, 2007

Óvænt ferð til Íslands var skemmtileg, erfið, ströng en ekki nógu löng. Skrýtið að vera á landinu á aðventunni og svo í burtu á sjálfum jólunum. Takk fyrir samveruna öll sömul. Ég fékk heimþrá strax á Leifstöð sem segir mér að ákvarðanir mínar hafi ekki verið alveg þær réttu í þetta skipti. Ekki hjálpaði að ferðin til Noregs sem átti að taka 12 tíma (sem í sjálfu sér var eitthvað til að kvíða fyrir) tók í raun 34 klukkutíma og eyddi ég þeim öllum á flugvöllum. Ég var ekki með fulla fimm þegar ég lenti í Stavanger get ég sagt ykkur.
En jólin voru voðalega næs. Ég setti persónulegt met í áti og afslöppun (ég mæli ekki með því fyrir neinn algjör líf-suga sem erfitt er að koma sér upp úr). Svo fórum við í árlega spilamaraþonið og ég vann eitt spilið! Það gerist sko ekki oft skal ég segja ykkur.
Áramótin voru svo algjört dúndur! Héldum sex manna partý sem var svo mikið stuð að ég hef ekki lent í öðru eins í langan tíma! Fólk úr ýmsum áttum og bara mega partý. Við hefðum samt átt að halda okkur heima (eins og við vissum) því það er erfitt að toppa gott partý með barsetu. Íbúðin var svo í skemmtilegu rústi sem enn eru smá hátíðlegar leyfar af. Tveir dagar í detoxi og ég er litlu skárri. Tvær ritgerðir að bíða mín en það ískrar í heilanum á mér þegar ég reyni að nota hann. Þetta gengur sko ekki lengur. Á morgun skal það vera. En ég skil ekki af hverju bókasafnið er opið eins og á sumartíma þegar fólk er enn í prófum og ritgerðaskilum? Það er meira að segja lokað um helgina! Súrt súrt. Guðni og Arnar verða bara að búa til heimabókasafnsaðstöðu fyrir mig og halda sig úti:) Eða að ég vakni á undan þeim og noti eyrnatappa.
Best að pæla aðeins í þessu yfir videoi og nammiskál...ég sagðist sko ætla að byrja á morgun að kappi...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home