Alveg eðal kelling

Tuesday, January 30, 2007

Ég tók þátt í þjóðarsálinni og hlustaði á handboltalýsingu í útvarpinu. Ég varð smá spennt á köflum en ég hef aldrei verið fyrir það að hlusta á íþróttir, nógu erfitt á ég með að fylgjast með þegar ég sé leikina. Ég vissi satt að segja ekkert hvar ég átti að hafa augun, var alltaf að líta á tölvuskjáinn sem sýndi ekkert nema desktop. Samt tókst mér að verða smá spennt.

Var leikmaður í danska landsliðinu sem hét Fl
ødeskum? Samúel virtist bera nafn hans fram þannig. Svo sagði Samúel mér að einn í danska liðinu væri kelling, dönsk kelling! Það er sem sagt danskur leikmaður sem datt þegar "Fúsi" ýtti í hann. Samúel vissi líka miklu betur hvernig átti að spila leikinn og skammaði alla íslensku leikmennina fyrir að gera mistök og sagðist aldrei vilja leika við þá aftur eða lána þeim boltann sinn. Alltaf gaman að læra íþrótta-tunguna, hún er svo kvenvæn og manneskjuleg.

Á póstlista feministafélagsins er fólk ekki sammála félaginu. Ég skil ekki hvað fólk er að kallast eftir slíkri sundrung sem stundum fyrirfinnst á þeim lista. Þvaður og bull. Öll dýrin í skóginum þurfa ekkert að vera sammála þó þau búi saman og skítköst og ásakanir koma fólki ekkert lengra.

Ég býst við að ég setji útvarpið og feministann í sama geymsluskáp og mogginn er núna. Allavega um tíma, annars verð ég aldrei return migrant heldur festist á transnational flakki til eilífðarnóns og fæ kvíðaköst við tilhugsunina að snúa til baka.

Ritgerðin gengur hægt en vel. Skólinn er þvílíkt farinn á fullt skrið og ég hamast eins og vel smurð vél á morknuðu bókasafni. Það er svo súrt þar en ég get ekkert að því gert að á bókasafninu vinn ég best allra staða...sem ég hreinlega skil ekki því hingað til hef ég notað slíka staði eingöngu til heimildaleita og svefns. Þetta er þroskinn krakkar, þroskinn hahahahahaha

1 Comments:

At January 31, 2007 11:49 am, Blogger Bryndis said...

Djöfull væri fyndið ef maður talaði alltaf í svona íþróttasamlíkingum, tæki bara kalla-lingóið með trompi! Æ, ég var með þennan á kantinum en ákvað þá að tækla sóknina með dönsku kellingunni blebleble (kann ekki nóg í svona máli til að geta tjáð mig skilmerkiega... kannski þeir ekki heldur, það er kannski leyndarmálið sem þeir vilja ekki að við komumst að! Ahah!)

 

Post a Comment

<< Home