Alveg eðal kelling

Monday, April 16, 2007

Útskýring a:
Grey Jón Ólafs. Það vilja engar konur koma í þáttinn hans. Ég meina, þótt hann kunni ekki að taka viðtöl við konur af virðingu þá er það nú alveg óþarfi að neita að koma í þáttinn til hans. Nokkur gullkorn: "Hvernig gengur að mála?" "Þetta verður örugglega flott hjá henni?" "Ertu ekki fegin að fá að koma í þáttinn til mín þar sem það er nú nýbúið að reka þig frá Skjá einum?"*

Útskýring b:
Ætli Jón Ólafs hafi ekki kvenkynsnöfn í símanum sínum? Hann gat ekki hringt í neina konu sem spilar blús og eina tónlistarkonu í myndlist. Engin tónlistarkona svaraði sem hefur áhuga á vélum/bílum -eða hvað það nú var. Í underground tónlistarlífinu var ein tiltæk og alveg slatti í karókíinu (ætli hann hangi á Ölveri til að plata konur til að gefa sér símanúmerin sín).

Sumar konur telja hversu margt fólk kemur til Agga Sibb, ég er að hugsa um að byrja að telja Nonna óla.

Sem sagt 14. apríl: 1 kona. 11 karlar. Ef það er engin kona í myndlist þá eru áræðanlega konur í listaháskólanum á myndlistabraut sem væru alveg til í að hanna settið.

Getur kannski einhver sem er á Íslandi kennt grey manninum að konur eru jafnar körlum og vilja ekki láta tala við sig eins og margt fólk talar við börn. Kannski að fleiri konur munu þá svara símanum.

Nei hvað er ég að rugla. Það eru náttúrulega svo fáar konur í tónlist á Íslandi að hlutfallið hjá honum er bara að endurspegla samfélagið. Það er bara þannig. Ég meina, face it!



*Nonni sagði þetta við Guðrúnu Gunnars rétt eftir að hún hætti þar störfum. Ég gat ekki séð að henni þætti þetta neitt svakalega fyndið.

5 Comments:

At April 16, 2007 4:56 pm, Anonymous Anonymous said...

úff gleði og gaman ég helli uppíþig bjór og sól
love sb

 
At April 17, 2007 1:43 pm, Anonymous Anonymous said...

Sammála þér fríða Þetta er alveg út í hróa hjá honum nonna ólafs.
Ég fékk líka nóg núna á laugardaginn.
Helv.

Gunnhildur

 
At April 18, 2007 8:51 pm, Blogger Hugrún said...

Já... ég nenni aldrei að horfa á þetta nema það sé einhver ákveðin(n) sem ég vil heyra í... ég fæ líka svo voðalegan bjáahroll þegar hann talar við sumt fólk, aðalega kvenkyns...

gó, fríða!

 
At April 19, 2007 10:50 am, Blogger Fríða Rós said...

Ég sá á feministanum að Auður Magndís hafi sent útvarpsstjóra bréf. Fyndið að við skildum hafa fengið æluna á sama tíma. Og þú Gunnhildur líka. Ef við Arnar höfum horft á þennan þátt þá er ég alltaf konan sem talar við skjáinn og fussa og sveia.

 
At April 20, 2007 12:37 am, Anonymous Anonymous said...

Nonni sukkar. Heirru, búin að vera að reyna að ná í þig. Hringdu þegar þú getur...
K.

 

Post a Comment

<< Home