Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum fór hljóðið í tölvunni minni. Því get ég ekki hlustað á tónlist. Ég blasta bara þvottavélina í staðin, ekki alveg sama sánd en gott bít og huggulegt vagg.
Ég er klisja núna, búin að ákveða að lesa en er bara að hanga. Ekki vil ég vera klisja svo ég ætla að sanna mig. Lesa um breytingar á hugmyndum um ríkisborgararétt. Ég er nú svo anal að ég bíð bara eftir gender umfjöllunum. Hver kúrs hefur eina viku í kynjaþema. Ég er vanari kúrsum út frá kynjapælingum ekki að þær séu settar sem tóken í síðustu kennsluviku. Í dag þurfti ég til dæmis að leiðrétta kennarann minn sem talaði um foreldra sem mæður og var hann að tala um nútíma Svíþjóð. Honum fannst leiðréttingin hins vegar minniháttar.
Pæling dagsins:
Sýklalyfs-framleiðendur hljóta að vera styrktir af klósettpappírs-framleiðendum.
2 Comments:
Spennandi nám sem þú ert komin í Fríða sæta. Finnst sárt að heyra hversu fáir hafa sett upp "gleraugun" - alveg ameising eiginlega. Er nú við það að verða kynjafræðingur sjálf. Verkefni hefur verið skilað og beðið er eftir blessun frá prófanefnd. Halelúja.
Luv Þurý
Til hamingju kæra Þurý. Er hægt að nálgast verkefni þitt einhversstaðar. Ég er svo mjög spennt fyrir því. Sendi spurningalistann til allra foreldra sem ég þekki sem passaði við fæðingarár.
já master og slóðina sendi ég þér áðan.
Fríða
Post a Comment
<< Home