Alveg eðal kelling

Friday, October 20, 2006

Í þessum skrifuðu orðum er Kiddý að lenda á flugvelli. Ég er ekki búin að klæða mig og á eftir að sinna heimilisverkunum. Kellingin hótaði að koma ekki myndi ég ekki sinna skólanum sem skildi. Þvílík er sú gulrót sem heimsókn þessi er að ég sat uppi í skóla í gær og las fyrir alla næstu viku. Það er mjög hressandi að vera svona samviskusöm og dagurinn í dag er svo léttur. Fyrir utan það að ég held ég hafi drukkið bjórnum of mikið í gær sem er nú ekki svo sniðugt.

Það besta við að hætta að drekka kaffi er að þegar ég svo fæ mér kaffi (því ég hætti aldrei neinu alveg heldur bara munsturbreyting) þá virkar það eins og auka orka og drifkraftur til hvaða verka sem er. Magnað! Svo nú er það kaffi, tiltekt, pæjuskapur og móttaka heimalingsins. Ji hvað er hægt að vera spennt, úffamíamarasía.

Arnar sækir hana á flugvöllinn. Kiddý sagðist koma þreytt eftir að vera búin að vinna allt of mikið seinustu vikur. Arnar vakti til 5 í morgun við verkefnisgerð og var vaknaður til vinnu klukkan 9. Þau eru líklega skrautlegir ferðafélagar.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home