Alveg eðal kelling

Thursday, November 02, 2006

Hæ aftur. Vá langt blogghlé. En það þarf ekkert að afsaka. Kiddý froskur og Fríða kolkrabbi skemmtu sér drottningalega ásamt Arnari alifugli í meira en viku saman. Var drukkin bjór? já. Var talað? af sér kjálkann já. Fékk ég saknaðarkast á laugardaginn? Já!
Það tók 2 daga af svefni og pott af soðnu engiferi til að koma mér almennilega í gang aftur en það tókst og þessa viku hef ég tekið með trompi. Vakna snemma, lesa lesa lesa lesa, sósjalísera og sofna nóg.
Svo óskemmtilega vildi til á sunnudaginn að gashitarinn okkar ákvað að hætta í vinnunni sinni okkur til mikils kulda. Hér er ekkert rennandi heitt vatn og engin hiti á ofnum. Herra vetur ákvað að koma til okkar akkurat á sama tíma. Svo núna eru Lukku-Láka bala böð á heimilinu og allur ullarklæðnaður vafinn um okkur. Næturnar eru svo kaldar, nei sko SVOOOOOOOOOO kaldar að ég get ekki alveg lýst því. Minnir mig helst á frásagnir Arnar af Grænlandsferð hans þegar hann vaknaði um miðja nótt til að fara á klósettið (eða öllu heldur fötuna) og þegar hann stóð upp (það var sko slökkt á kyndingunni yfir nóttina) fraus hann og það brakaði í skinninu eins og að labba á nýföllnum snjó þegar hann reyndi að snúa við í sömu sporum til að leggjast aftur og þiðna (nei ég er að ýkja, það var samt mjög mjög mjög kalt, gúbbí gúbb).
Auðvitað er ekki Grænlandskuldi hérna, ég er bara að láta vorkenna mér. En svakalega á ég eftir að elska heita vatnið þegar viðgerðarkallinn fer á morgun. Ég spái löngu baði og ofna í botn. Það er samt alveg ótrúlegt hvað hægt er að nota lítið vatn við líkamsþvott. Ég er með smá samviskubit yfir gufusturtunum sem ég fer í daglega. En það stoppar ekki baðið á morgun, ónei.

Farin á tónleika.

1 Comments:

At November 03, 2006 9:34 am, Blogger Hugrún said...

Las einhvern tíman hryllings sögu íslenskrar konur í London sem átti bátt með að fá einhvern til að gera við gashitarann... Þú átt því samúð mína alla...vona að þú fári iðnaðarmannesku í þetta sem fyrst...

Hlýjar kveðjur...

 

Post a Comment

<< Home