Alveg eðal kelling

Friday, November 03, 2006

Tónleikarnir voru ekki alveg eins og við bjuggumst við. Lokatúrinn með Arab Strap og ég breytti nafninu í "Þunnir á sviði". Alveg eins og dauðyfli og spiluðu efni sem ég kalla meira væl en tónlist. Ekki alveg að spila af þeim plötum sem ég fíla. En það var samt svaka gaman þar. Stundum skiptir engu máli hvað verið er að gera, það er bara ógó gaman.

Hvern er ég að plata, þykist geta farið að blogga bara til að gera allt annað en að lesa.

P.s. það kom hingað töframaður og lagaði hitarann. Svo nú er ofnaryklyktin alltumlykjandi og ég ætla í bað og liggja þar svo lengi að Arnar finnur liquid rúsínu í karinu þegar hann kemur heim úr vinnunni í kvöld.

2 Comments:

At November 03, 2006 7:21 pm, Blogger Birta Thrastardottir said...

var það nokkuð paul tibbey?

 
At November 05, 2006 2:36 pm, Blogger Fríða Rós said...

Nei því miður var það ekki hann. Leigusalinn vildi stjórna öllu um þetta mál. Svo ég leyfði honum það greyinu:)

 

Post a Comment

<< Home