Alveg eðal kelling

Thursday, December 07, 2006


Mig langar í risastórt svona:

Í ár gef ég bara gjafir sem mig langar sjálfri í.

Ég hlakka til að heyra ég hlakka svo til.

Wednesday, December 06, 2006

Í dag var seinasti skóladagur. Mjög gott það. Eftir tíma fengum við í bekknum okkur bjór á skólabarnum.
Eftir það var ég félagsskítur en ég hef góða afsökun.

Styrkur og ást

Tuesday, December 05, 2006

Mestu stælar sem ég upplifi hjá sjálfri mér er þegar ég nenni ekki í sturtu. Hverju er ég að rebbelast? Ég hlýt að vera einn stór misskilningur þegar ég læt svona. Ekki að þetta sé vesen. Ég er ekki alltaf með grísí hár og súra lauklykt, bara núna:). Ég ætla aldrei að hætta að vera svínakona, ekki heldur Hipp hopp Bambse eða Kisukall.

Stelpulitir er dásamlegur þáttur um konur og tónlist á rás eitt á þriðjudagsmorgnum klukkan rétt yfir tíu. Og auvitað alltaf hægt að hlusta á netinu.

Í morgun þegar ég vaknaði hélt ég að einhver væri að spúla gluggana hjá okkur með garðslöngu. Í ljós kom að úti var rigning.